Spurningar & Svör

Algengar spurningar sem hafa komið upp í gegnum tíðina.

Algengar spurningar

Hvernig get ég verið í áskrift?

Þú velur þann pakka sem þú vilt fá í áskrift og hakar við hann, velur að greiða og þegar greiðsluferli er lokið færðu hann sendan til þín 2 til 4 vikna fresti þangað til þú afskráir þig úr áskriftinni.

Einnig geturðu pantað vörur án þess að vera í áskrift, setur þær vörur í körfu sem þú vilt, velur að greiða, þegar því ferli er lokið munum við senda þér vöruna næsta sendingardag.

 

Hvað gerist ef ég verð ekki heima þegar vörurnar eru keyrðar út?

Pakkinn er skilinn eftir fyrir utan ef það er enginn til að taka við honum þegar bílstjórinn kemur með pakkann.

 

Hvernig borga ég fyrir vöruna?

Þegar þú pantar vöruna inná heimasíðunni þá fer varan í körfu, velur að greiða fyrir körfuna og ert þá fluttur á vef greiðslumiðlunar. Þar greiðir þú fyrir áskriftirnar og eða vörurnar sem við svo sendum þér næsta sendingardag.

 

Hvar á landinu get ég pantað?

Eins og er afhendum við bara áskriftar pakka á Akureyri og nágrenni eða í póstnúmerum 600 og 603.

Við sendum stakar vörur um land allt.

 

Eru umbúðirnar endurvinnanlegar?

Við tökum á móti öllum umbúðum (á sama tíma og við komum með næstu sendingu) og endurnýtum það sem hægt er og urðum á réttan hátt það sem ekki er hægt að endurnýta.

 

Hvað ef pöntunin mín er röng?

Vilji svo til að pöntunin þín komi röng frá okkur munum við kappkosta við að aðstoða þig eftir bestu getu. Sendu okkur fyrirspurn og við förum í málið.

 

Hvernig sé ég reikninginn fyrir kaupunum?

Greiðslumiðlunin mun senda þér greiðslustaðfestingu á póstfang þitt. Við munum einnig senda þér staðfestingu um áættlaðan sendingardag og reikning. 

 

Fyrir hvaða tíma þarf ég að panta?

Pantanir á áskriftarpökkum þurfa að berast fyrir kl.12 á hádegi  á Miðvikudeginum fyrir áætlaðann sendingardag.

„Ertu með aðra spurningu? Sendu hana til okkar“

Pantanir eru keyrðar út annan hvern þriðjudag.

Þriðjudaga.
16:00 – 20:00

Aðra daga
Ekki keyrt út

Sendu okkur línu!

Við viljum heyra frá þér, eða sendu okkur
þína uppskrift!

5 + 11 =