Fyr­ir fjóra

 • 1 kg af blönduðum fiski – lax, langa og rækj­ur
 • 250 g blóm­kál
 • 1 dós af kókós­mjólk
 • 100 ml vatn
 • 2 msk. jóm­frúarol­ía
 • 1 tsk. fiskikraft­ur
 • 2 msk. rautt taí­lenskt karrí
 • 1/​2 rauður chili pip­ar
 • 5 cm engi­fer
 • 2 hvít­lauks­geir­ar
 • 1/​2 rauðlauk­ur
 • salt og pip­ar
 • 200 g brún hrís­grjón
 • 1 ten­ing­ur kjúk­lingakraft­ur

Aðferð:

 1. Setjið hrís­grjón­in í pott með nógu vatni. Hrærið kjúk­lingakraft­in­um sam­an við. Þegar þau eru til­bú­inn – hellið vatn­inu frá.
 2. Skerið lauk­inn, chili, engi­fer og hvít­lauk smátt og steikið í jóm­frúarol­í­unni þangað til allt er fal­lega mjúkt og ilm­andi.
 3. Sneiðið fisk­inn niður í munn­bita­stóra bita og hafið á hliðarlín­unni þangað til  sós­an er til­bú­in.
 4. Blandið kó­kos­mjólk­inni og vatn­inu sam­an við og hitið að suðu.
 5. Setjið svo karríið sam­an við. Blandið vand­lega sam­an við ásamt fiskikraft­in­um.
 6. Næst er að setja blóm­kálið sam­an við sós­una og látið krauma í sjö til tíu mín­út­ur.
 7. Bætið svo fisk­in­um sam­an við – hann þarf ekki lang­an tíma – sjö mín­út­ur eða svo ættu að duga.
 8. Rétt áður en hrís­grjón­in eru til­bú­in, bætið þið rækj­un­um sam­an við sós­una – þær þurfa ekki nema tvær mín­út­ur eða svo.
 9. Ef þessi sósa er ekki girni­leg – þá veit ég ekki hvað?
 10. Setjið hrís­grjón­in á disk og setjið svo rausn­ar­leg­an skammt af fisk­in­um yfir grjón­in. Skreytið með kórí­and­er – þ.e.a.s. fyr­ir þá sem eru ekki með of­næmi fyr­ir kórí­and­er.