Fyrir fjóra
- 1 kg af blönduðum fiski – lax, langa og rækjur
- 250 g blómkál
- 1 dós af kókósmjólk
- 100 ml vatn
- 2 msk. jómfrúarolía
- 1 tsk. fiskikraftur
- 2 msk. rautt taílenskt karrí
- 1/2 rauður chili pipar
- 5 cm engifer
- 2 hvítlauksgeirar
- 1/2 rauðlaukur
- salt og pipar
- 200 g brún hrísgrjón
- 1 teningur kjúklingakraftur
Aðferð:
- Setjið hrísgrjónin í pott með nógu vatni. Hrærið kjúklingakraftinum saman við. Þegar þau eru tilbúinn – hellið vatninu frá.
- Skerið laukinn, chili, engifer og hvítlauk smátt og steikið í jómfrúarolíunni þangað til allt er fallega mjúkt og ilmandi.
- Sneiðið fiskinn niður í munnbitastóra bita og hafið á hliðarlínunni þangað til sósan er tilbúin.
- Blandið kókosmjólkinni og vatninu saman við og hitið að suðu.
- Setjið svo karríið saman við. Blandið vandlega saman við ásamt fiskikraftinum.
- Næst er að setja blómkálið saman við sósuna og látið krauma í sjö til tíu mínútur.
- Bætið svo fiskinum saman við – hann þarf ekki langan tíma – sjö mínútur eða svo ættu að duga.
- Rétt áður en hrísgrjónin eru tilbúin, bætið þið rækjunum saman við sósuna – þær þurfa ekki nema tvær mínútur eða svo.
- Ef þessi sósa er ekki girnileg – þá veit ég ekki hvað?
- Setjið hrísgrjónin á disk og setjið svo rausnarlegan skammt af fiskinum yfir grjónin. Skreytið með kóríander – þ.e.a.s. fyrir þá sem eru ekki með ofnæmi fyrir kóríander.