Fyr­ir 4

 • 800 g þorsk­hnakk­ar
 • 2 gul­ræt­ur
 • ½ lauk­ur
 • 1-2 hvít­lauksrif
 • 1 dós heil­ir cherry-tóm­at­ar
 • 2 msk. ít­alskt krydd
 • 1 dl fersk basilíka
 • ½ tsk salt (ég nota par­mes­an salt frá Nicolas Vahé)
 • 1/​3 tsk. pip­ar
 • 60 g rif­inn ost­ur
 • 3 msk. rjóma­ost­ur
 • 2 msk. furu­hnet­ur
 • 5 stk. sólþurrkaðir tóm­at­ar, saxaðir
 • ólífu­olía

Aðferð:

 1. Stillið ofn­inn á grill og 200 gráður.
 2. Hitið 1 msk. af olíu í steypu­járn­spotti eða pönnu, best er að nota slík­an pott svo hann geti farið beint inn í ofn. Saxið lauk­inn, gul­ræt­urn­ar og hvít­lauk og steikið upp úr olíu þar til hann fer að mýkj­ast. Hellið tómöt­un­um út í pott­inn ásamt 1 msk. af ít­alska krydd­inu og 1 dl af saxaðri ferskri basilíku.
 3. Látið malla í 10 mín­út­ur og slökkvið svo und­ir pott­in­um. Smellið svo þorsk­bit­un­um ofan á sós­una og saltið og piprið fisk­inn. Setjið 1 msk. af ít­ölsku kryddi ofan á fisk­inn.
 4. Setjið rif­inn ost, rjóma­ost og furu­hnet­ur nokkuð jafn yfir fisk­inn fagra. Að lok­um koma saxaðir sólþurrkaðir tóm­at­ar yfir og her­leg­heit­in eru höfð í ofn­in­um í 12-15 mín­út­ur eft­ir þykkt fisks­ins.