• Upp­skrift fyr­ir 2
  • 400 g þorsk­hnakki
  • Salt

Þorsk­ur­inn hreinsaður og saltaður vel í 20 mín­út­ur. Síðan skolaður og þerraður.

Tóm­at BBQ

  • ½ eldpip­ar
  • 1 hvít­lauks­geiri
  • 1 lauk­ur
  • 1 dós niðursoðnir tóm­at­ar
  • 20 ml bal­sa­mik edik

Eldpip­ar, hvít­lauk­ur og lauk­ur skorið smátt. Svitað létt í potti og tómöt­un­um og bal­samice­diki bætt við og soðið niður um helm­ing. Allt sett í mat­vinnslu­vél og unnið sam­an í mauk.

Sýrð epli

  • 1 grænt epli
  • 50 ml epla­e­dik
  • 75 ml vatn
  • 20 g syk­ur

Epla­e­dik, vatn og syk­ur hitað að suðu og síðan kælt. Eplið skrælt og helm­ing­ur tek­inn frá, hinn helm­ing­ur­inn kjarn­hreinsaður og skor­inn í munn­bita. Bitarn­ir lagðir í edik lausn­ina og látið standa í alla vega klukku­stund.

Rauðkál

  • 1/​5 af rauðkáls­haus
  • gott sjáv­ar­salt

Rauðkálið skorið í þunn­ar ræm­ur og velt upp úr vel af salti. Látið standa í 15-20 mín­út­ur og síðan skolað vel.

Eldpip­ar- og eplasmjör

  • Helm­ing­ur­inn af epl­inu sem var skil­inn eft­ir
  • 100 g smjör
  • ½ eldpip­ar

Eplið skorið í smá bita og bakað við 160°C í 10-15 mín. eða þar til maukeldað, síðan unnið í mat­vinnslu­vél í mauk. Smjörið brætt og unnið í mat­vinnslu­vél ásamt eldpip­arn­um og sigtað vel. Síðan öllu blandað vel sam­an.

Rétt­ur­inn sett­ur sam­an:

Þorskn­um er velt upp úr tóm­at BBQ-sós­unni og bakaður við 190°C í 4-6 mín­út­ur (fer eft­ir þykkt stykkja). Rauðkáli og sýrðum epl­um er blandað sam­an í skál og smakkað til með smá af ed­ik­inu frá epl­un­um og sett á disk. Þorskn­um bætt ofan á rauðkálssal­atið. Epla- og eldpip­ars­mjörið er hitað upp og hellt yfir.