- Uppskrift fyrir 2
- 400 g þorskhnakki
- Salt
Þorskurinn hreinsaður og saltaður vel í 20 mínútur. Síðan skolaður og þerraður.
Tómat BBQ
- ½ eldpipar
- 1 hvítlauksgeiri
- 1 laukur
- 1 dós niðursoðnir tómatar
- 20 ml balsamik edik
Eldpipar, hvítlaukur og laukur skorið smátt. Svitað létt í potti og tómötunum og balsamicediki bætt við og soðið niður um helming. Allt sett í matvinnsluvél og unnið saman í mauk.
Sýrð epli
- 1 grænt epli
- 50 ml eplaedik
- 75 ml vatn
- 20 g sykur
Eplaedik, vatn og sykur hitað að suðu og síðan kælt. Eplið skrælt og helmingur tekinn frá, hinn helmingurinn kjarnhreinsaður og skorinn í munnbita. Bitarnir lagðir í edik lausnina og látið standa í alla vega klukkustund.
Rauðkál
- 1/5 af rauðkálshaus
- gott sjávarsalt
Rauðkálið skorið í þunnar ræmur og velt upp úr vel af salti. Látið standa í 15-20 mínútur og síðan skolað vel.
Eldpipar- og eplasmjör
- Helmingurinn af eplinu sem var skilinn eftir
- 100 g smjör
- ½ eldpipar
Eplið skorið í smá bita og bakað við 160°C í 10-15 mín. eða þar til maukeldað, síðan unnið í matvinnsluvél í mauk. Smjörið brætt og unnið í matvinnsluvél ásamt eldpiparnum og sigtað vel. Síðan öllu blandað vel saman.
Rétturinn settur saman:
Þorsknum er velt upp úr tómat BBQ-sósunni og bakaður við 190°C í 4-6 mínútur (fer eftir þykkt stykkja). Rauðkáli og sýrðum eplum er blandað saman í skál og smakkað til með smá af edikinu frá eplunum og sett á disk. Þorsknum bætt ofan á rauðkálssalatið. Epla- og eldpiparsmjörið er hitað upp og hellt yfir.